spot_img
HomeFréttirMorrison úr leik hjá Bobcats

Morrison úr leik hjá Bobcats

11:48

{mosimage}

 

(Morrison) 

 

Framherjinn hárprúði Adam Morrison mun að öllum líkindum missa af öllu keppnistímabilinu í NBA deildinni sem hefst í næstu viku. Hann sleit liðband í hné í leik gegn LA Lakers í fyrrakvöld.

 

Charlotte valdi Morrison númer þrjú í nýliðavalinu í fyrrasumar, en hann olli nokkrum vonbrigðum síðasta vetur og skoraði aðeins tæp 12 stig í leik.

 

www.visir.is

Fréttir
- Auglýsing -