spot_img
HomeFréttirMorgunverðarhlaðborð í Keflavík á Ljósanótt

Morgunverðarhlaðborð í Keflavík á Ljósanótt

Körfuknattleiksdeild Keflavíkur mun bjóða uppá morgunverðarhlaðborð á laugardeginum á Ljósanótt klukkan 10.00 – 13.00 í TM-Höllinni (Íþóttarhúsinu við Sunnubraut). Á boðstólnum verður meðal annars egg, bacon, pylsur, rauðar baunir, vöfflur, brauð og álegg ásamt glæsilegu ávaxtarborði.
 
 
Tilvallið fyrir alla gesti Ljósanætur, bæði heimamenn sem og gesti, að kíkja við fyrir árgangagöngu og fá sér morgunmat og kaffi. Hópar er jafnframt hvvattir til að koma og geta þeir pantað borð fyrirfram í síma 869-6151 (Davíð). Frítt er fyrir 12 ára og yngri en aðrir greiða 1.500 kr. á mann. 
Fréttir
- Auglýsing -