spot_img
HomeFréttirMorgunblaðið: Öqvist verður áfram með landsliðið

Morgunblaðið: Öqvist verður áfram með landsliðið

Svíinn Peter Öqvist verður áfram þjálfari íslenska körfuboltalandsliðsins en hann tók við liðinu á síðasta ári og stýrði því í undankeppni EM. Samningur Öqvists var runninn út en hann hefur samþykkt að stýra Íslandi í komandi verkefnum. Mbl.is greinir frá.
 
„Hann verður með liðið í sumar. Ákveðið samkomulag var í gangi og það var endurnýjað fyrir sumarið,“ segir Friðrik Ingi Rúnarsson, framkvæmdastjóri KKÍ, en Öqvist þjálfar einnig sænska úrvalsdeildarliðið Sundsvall Dragons. Með því leika landsliðsmennirnir Hlynur Bæringsson og Jakob Örn Sigurðarson.
 
Tvö verkefni liggja fyrir hjá landsliðinu á næstu mánuðum. Í lok maí fer það á smáþjóðaleikana í Lúxemborg en þar verður körfubolti ein af tveimur hópíþróttum. Í ágúst tekur Ísland svo þátt í fyrsta stigi undankeppni EM 2015 þar sem liðið mætir Búlgaríu og Rúmeníu.
 
  
Fréttir
- Auglýsing -