spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild karla"Mörg vel mönnuð lið að reyna að klóra sig upp töfluna"

“Mörg vel mönnuð lið að reyna að klóra sig upp töfluna”

Þór lagði Álftanes í Forsetahöllinni í kvöld í 16. umferð Subway deildar karla, 94-104. Eftir leikinn er Þór í 2.-4. sæti deildarinnar með 22 stig líkt og Njarðvík og Keflavík á meðan að Álftanes eru í 6. sætinu með 18 stig.

Hérna er meira um leikinn

Lárus Jónsson var ljómandi kátur í samtali við Körfuna eftir mikilvægan sigur í kvöld.

Þetta var skemmtilegur leikur!

Góður leikur, góð skemmtun! Tvö lið með gæði fannst mér og bara góður körfubolti.

Einmitt, þeir hittu eins og skrímsli einkum þarna í byrjun, maður hefur séð annað eins en kannski ekki mjög oft…þeir voru í einhverjum 70% þarna til að byrja með…

…já þetta var rosalegt….

…og þið gerðuð kannski bara ágætlega að missa hreinlega ekki bara hausinn yfir þessum ósköpum?

Já, og þetta voru ekkert galopin skot sko…en þeir voru bara heitir. Við höfðum kannski frekar áhyggjur af því fyrir leikinn að við myndum eiga í vandræðum með að frákasta á móti Giga og Wilson en það var ekki…en svo voru þeir bara að baka okkur fyrir utan þriggja stiga línuna! Við þurftum að gera smá breytingar til að reyna að taka frá þeim þriggja stiga skotin.

Já þetta kom svolítið á óvart. En vantaði ekki smá aggressjon hjá ykkur, einkum í fyrri hálfleik, að hlaupa þá af þriggja stiga línunni…þeir voru greinilega sjóðandi heitir…ertu ekki sammála mér um það?

Jú. Við vorum bara ekki alveg nógu nálægt þeim fyrir utan þriggja stiga línuna, og ekki alveg nógu nálægt þeim áður en þeir gripu boltann til þess að fara að skjóta, þeim leið vel þrátt fyrir að við vorum með höndina í andlitinu á þeim. Við vorum má segja ekki að vinna forvinnuna nógu vel.

Hvað gerist svo þarna um miðjan þriðja leikhluta eða svo…hvað gerir það að verkum að þið náið smá tökum á þessu og komist 10 og svo 15 stigum yfir?

Var það ekki bara að Jose kom með smá sýningu, setur þarna þrista, Nigel var svo að hitta vel allan leikinn, við vorum í villuvandræðum og helstu hestarnir okkar voru kannsi á bekknum, D og Jordan, en Papa gamli var bara góður og það var svolítið varamennirnir sem bjuggu til forskotið, ásamt því að mér fannst Nigel og Tommi bara rosa góðir allan leikinn.

Einmitt, þeir voru að tikka inn allan leikinn. Samkvæmt óskeikulli greiningu minni á körfubolta þá var varnarleikurinn hjá ykkur einfaldlega svolítið betri og aggresívari í seinni hálfleik…?

Ef við myndum mæla desíbel í varnarleiknum, hversu mikið menn voru að tala, þá held ég að það hafi verið í kringum svona 40 í fyrri hálfleik en mun hærra í seinni!

Já…kannski svona 70!?

Já, það var alvöru…þá voru menn að tala saman…og það kemur oftast með Dabba og Emil, þeir byrja að tala…mér fannst Emil koma inn með rosalega mikinn varnarkraft, þó hann hafi ekki verið að skora mikið í leiknum.

Já…fyrirliðinn og kóngurinn!

…fyriliðinn og kóngurinn…ég hélt þú ætlaðir að segja fyrirliðinn og hirðfíflið..?

Já neinei! En já..bara mikilvægur sigur, nú hafið þið 4 stig og innbyrðis á Álftanes sem voru bara 2 stigum fyrir neðan ykkur fyrir leik, það gæti átt eftir að skipta miklu máli…og þið stefnið augljóslega að því að enda þarna í topp fjórum…

Augljóslega gerum við það! En það eru bara mörg vel mönnuð lið að reyna að klóra sig upp töfluna sko…

Jújú heldur betur, en mér skilst að Njarðvíkingar hafi gert í brækurnar í kvöld og skíttapað á móti Grindavík…en það fór ekki vel í Njarðvík hjá ykkur en stefnan hlýtur auðvitað reyna að fara upp en ekki niður og hugsanlega að ná að skáka Njarðvík…

Já…stefnan er kannski bara sú að vera í topp 4, ég held að það verði flókið fyrir okkur að ná Njarðvík og Val…við náum Val aldrei og Njarðvík eru náttúrulega bara rosalega góðir, hafa bara átt einn lélegan leik í kvöld eins og gengur. Þeir hafa haldið að þeir væru alltof góðir eftir að þeir pökkuðu Álftanes saman, svona alveg týpískt!

Við eigum svo marga erfiða leiki eftir, þetta er skrýtin deild. Við erum t.d. með lið eins og Tindastól, þó þeir vinni mögulega 5 af 7 sem eftir eru þá dugir það e.t.v. ekki inn í úrslitakeppnina!

Það er náttúrlega alveg með ólíkindum…

Það er alveg rosalegt! Svo slefa þeir kannski inn í úrslitakeppnina og gætu orðið Íslandsmeistarar! Kannski er ekkert betra að vera í öðru sæti sko, maður hefur ekki hugmynd um það! Ég held að það sem maður getur helst óskað sér er að allir haldist heilir og að maður komi inn í úrslitakeppnina í ágætis rytma.

Akkúrat…og þá er aldrei að vita hvað gerist…

…þá veit maður aldrei hvað gerist! Við höfum núna verið að spila í dágóðan tíma á sama liðinu, ég vona að það eigi eftir að hjálpa okkur. Menn fara að þekkja enn þá betur inn á hver annan.

Sagði Lalli…og heldur betur spennandi tímar framundan.

Fréttir
- Auglýsing -