spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaMontrétturinn Njarðvíkurmegin eftir öruggan sigur í IceMar höllinni

Montrétturinn Njarðvíkurmegin eftir öruggan sigur í IceMar höllinni

Njarðvík lagði granna sína úr Keflavík í IceMar höllinni í kvöld í 15. umferð Bónus deildar kvenna.

Eftir leikinn er Njarðvík með 22 stig líkt og Grindavík í 1.-2. sætiu deildarinnar.

Heimakonur í Njarðvík hófu leik kvöldsins betur og leiddu með 7 stigum að fyrsta leikhluta loknum. Leikurinn var öllu jafnari undir lok fyrri hálfleiksins, en heimakonur halda þó enn í forystuna til búningsherbergja í hálfleik, 49-42.

Njarðvík nær enn að bæta í forskot sitt í upphafi seinni hálfleiksins og er munurinn orðinn 12 stig fyrir lokaleikhlutann. Keflavík nær ágætis áhlaupi í upphafi fjórða leikhlutans og er munurinn aðeins sjö stig þegar um 7 mínútur eru eftir. Nær komast þær þó ekki og vinnur Njarðvík leikinn að lokum með 11 stigum, 88-77.

Stigahæst fyrir Njarðvík í leiknum var Brittany Dinkins með 34 stig og Danielle Rodriguez var henni næst með 24 stig.

Fyrir Keflavík var stigahæst Keishana Washington með 32 stig og Sara Rún Hinriksdóttir bætti við 20 stigum.

Tölfræði leiks

Myndasafn (væntanlegt)

Fréttir
- Auglýsing -