spot_img
HomeFréttirMontegranaro tryggði sér oddaleik

Montegranaro tryggði sér oddaleik

03:18

{mosimage}

Fjórði leikur AJ Milano og Montegranaro fór fram fyrr í kvöld í Mílanó. Heimamenn í Milano höfðu 2-1 forystu í einvíginu en það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki fer áfram. Montegranaromenn komu á óvart og unnu á útivelli og tryggðu sér oddaleik sem fer fram á þeirra heimavelli á sunnudag.

Leikurinn var í járnum allan tímann og Milano hafði aðeins eitt stig í forystu í hálfleik 39-38 en höfðu að lokum þriggja stiga sigur 83-86.

Sharrod Ford var stigahæstur hjá Montegranaro með 20 stig og Jobey Thomas með 16.

Hjá AJ Milano var Danilo Gallinari með 23 stig og Dusan Vukcevic var með 18.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -