spot_img
HomeFréttirMonique Martin á heimleið

Monique Martin á heimleið

17:57
{mosimage}

(Síðasta verk Martin hjá KR var að gera 45 stig í andlit Haukakvenna) 

Bandaríski leikmaðurinn Monique Martin hefur leikið sinn síðasta leik fyrir nýliða KR í Iceland Express deild kvenna. Martin hefur átt við meiðsli að stríða og þarf frá að víkja í liði KR sökum þessa. Jóhannes Árnason þjálfari KR greindi frá þessu áfalli KR-inga í samtali við Inga Þór Steinþórsson sem lýsti leik KR og Hauka af sinni stöku snilld á KR TV. 

Monique Martin er einn alsterkasti leikmaðurinn sem komið hefur til landsins og fyrr á þessari leiktíð setti hún Íslandsmet þar sem hún var fyrsta konan í úrvalsdeild til þess að skora meira en 60 stig í leik þegar hún setti 65 stig á Keflavík fyrir jól. Monique er með beinmar á hægri rist og hefur verið að leika meidd eftir áramót.

,,Það er nýr leikmaður væntanlegur í stað Monique eftir helgi en fyrir stelpurnar sem hún hefur verið að spila með hér í KR hefur hún sýnt þeim að það er til hærra level í körfubolta en þær hafa áður kynnst og þær gleyma því seint,” sagði Jóhannes í samtali við Karfan.is eftir leik. 

Martin hefur verið helsta vítamínssprautan í liði KR í vetur og ljóst að skarð hennar verður vandfyllt og að á næstu dögum munu nýliðar KR þurfa að aðlagast nýjum leikmanni og koma honum vel inn í sinn leik áður en úrslitakeppnin brestur á. 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -