22:10
{mosimage}
Hið árlega Molduxamót fer fram á morgun laugardag og eru 9 karlalið og 3 kvennalið skráð til leiks en mótið hefst um hádegi og er lokið klukkan 16. Um kvöldið gera menn sér svo glaðan dag og mun Geirmundur Valtýsson sjá um fjörið fram eftir nóttu.
Það er því ljóst að mörg gömul tilþrifin verða rifjuð upp á Sauðárkróki á morgun.
Nánar má lesa um mótið á heimasíðu Molduxa.
Mynd: www.skagafjordur.com/molduxar



