spot_img
HomeFréttirMolduxamótið 7. maí

Molduxamótið 7. maí

 
Nú styttist í Molduxamótið 2011 og sendast skráningar í mótið á netfangið [email protected] Mótið verður haldið laugardaginn 7 maí í íþróttahúsinu á Sauðárkróki. (Síkinu) og er miðað við 40 ára aldurstakmark eins og áður.
Keppt verður bæði í karla og kvennaflokkum og einnig gefst einstaklingum kostur á að skrá sig og verða sett saman lið fyrir þá sem skrá sig þannig. Þáttökugjald er kr. 2500 – pr þáttakanda.
 
Takið þessa helgi frá og mætum öll með góða skapið og keppnisandann í lagi. Að sjálfsögðu verður svo kvöldvaka eftir mótið og er rétt að minna á að ef lið eða einstaklingar hafa eitthvað skemmtilegt fram að færa, skemmtiatriði, sögur, branda, ræður (ekki of langar samt)
dans, söng eða bara eitthvað á kvöldvökunni, þá er það velkomið.
 
Sjámust sem flest hress þann 7 maí nk.
 
Kíkið á heimasíðu Molduxa á www.molduxar.is þar sem allar upplýsingar um mótið koma fram og þar eru einnig upplýsingar um gistimöguleika í Skagfirði.
Fréttir
- Auglýsing -