spot_img
HomeFréttirMolduxamótið 2012

Molduxamótið 2012

Ákveðið hefur verið að halda hið árlega Molduxamót fyrir karla 40 ára og eldri og konur á besta aldri. Mótið fer fram laugardaginn 5 maí. í íþróttahúsinu á Sauðárkróki (Síkinu) og nú í fyrsta sinn á splunkunýju parketi.
Keppt verður bæði í karla- og kvennaflokkum og einnig gefst einstaklingum kostur á að skrá sig og verða sett saman lið fyrir þá sem skrá sig þannig.
 
Þáttökugjald er kr. 2500 kr. á hvern þáttakanda.
 
Kvöldvaka og ball verður eftir mótið samkvæmt venju. Að auki verður mikið um að vera í Skagafirðinum þessa helgi þar sem „Sæluvika Skagfirðinga“ fer fram þessa vikuna og verður ýmislegt í boði þar við allra hæfi.
 
Allar upplýsingar og skráningar eru hjá Alla Munda í síma 453 6687 / 865 0819 og
á netfanginu [email protected]
 
Nánari upplýsingar verða svo settar á heimasíðu félagsins www.molduxar.is þegar nær dregur.
  
Fréttir
- Auglýsing -