spot_img
HomeFréttirMolar að utan: Roma endaði í fjórða sæti

Molar að utan: Roma endaði í fjórða sæti

20:29

{mosimage}

Lottomatica Roma (22-12) endaði í fjórða sæti ítölsku deildarinnar en liðið tapaði í dag fyrir Armani Jeans Milano 69-59. Þar með er ljóst að Jón Arnór Stefánsson mætir fyrrum félögum sínum í Napoli í átta liða úrslitum ítölsku deildarinnar sem hefst 16. maí og eiga Roma menn heimaleikjarréttinn.

Jón Arnór lék í 23 mínútur í leiknum og skoraði 2 stig. 

Seinasta umferð spænsku ACB deildarinnar fór fram í gær og mættu Unicaja (17-17) menn með Pavel Ermolinskij innanborðs MMT Estudiantes á útivelli og töpuðu 67-60. Það þýðir að Unicaja endar í áttunda sæti deildarinnar og mætir Tau Ceramica í átta liða úrslitunum en þessi lið áttust einmitt við í bronsleik Meistaradeildarinnar á dögunum og þar sigraði Unicaja. 

Pavel Ermolinskij lék í rúmar 17 mínútur og skoraði 3 stig.  

Darrel Lewis skoraði 15 stig fyrir Sporting Athens (23-6) sem sigraði Ment 71-63 í gær í grísku A2 deildinni. Sporting er sem fyrr á toppi deildarinnar þegar ein umferð er eftir.

 

[email protected]

Mynd: www.virtusroma.it

   

Fréttir
- Auglýsing -