spot_img
HomeFréttirMolar að utan: Pavel lék með Unicaja

Molar að utan: Pavel lék með Unicaja

11:56

{mosimage}

Pavel Ermolinskij fékk tækifæri með Unicaja (11-9) þegar liðið heimsótti Bruesa GBC í gær. Pavel lék 1 og hálfa mínútu í 86-67 sigri Unicaja sem er í 5. sæti ACB deildarinnar.

Jón Arnór Stefánsson komst ekki á blað í gær þegar Valencia (10-10) sigraði Murcia á heimavelli 83-75. Jón lék í rúmar 15 mínútur og gaf 3 stoðsendingar. Valencia er með sigrinum komið í 10. sæti ACB deildarinnar. 

Þá kom að því í gær að Randers tapaði en liðið hafði ekki tapað leik á þessu ári og urðu sigrarnir 5 áður en Team Sjælland vann þá í Holbæk í gær, 87-75. Randers heldur þó þriðja sætinu í dönsku úrvalsdeildinni en baraáttan er hörð. Helgi Freyr Margeirsson lék í 11 mínútur og skoraði 7 stig auk þess að gefa 3 stoðsendingar. [email protected]

Mynd: www.acb.com

Fréttir
- Auglýsing -