spot_img
HomeFréttirMolar að utan: Pavel hafði betur í Íslendingaslagnum

Molar að utan: Pavel hafði betur í Íslendingaslagnum

9:10

{mosimage}

Á Spáni var Íslendingaslagur í LEB2 deildinni þar sem Pavel Ermolinskij og félagar í Axarquia (10-11) tóku á móti Jakob Erni Sigurðarsyni og félögum í Vigo (5-16). Pavel og félagar fóru með sigur af hólmi eftir æsispennandi leik 89-88. Pavel átti góðan leik og skoraði 10 stig auk þess að hirða 6 fráköst. Jakob átti einnig ágætan leik og skoraði 10 stig og tók 4 fráköst.

Atlaga Loga Gunnarssonar og ToPo manna (16-14) að þriðja sætinu í finnsku úrvalsdeildinni gengur ekki sem skyldi. Á föstudag tók liðið á móti Lappeenrannan og tapaði 64-78 og féll við það niður í fimmta sæti. Logi var í byrjunarliði ToPo og skoraði 11 stig.

Randers Cimbria (11-5) sem er í þriðja sæti dönsku úrvalsdeildarinnar vann góðan sigur á Åbyhøj sem var í fjórða sæti deildarinnar í gær, 95-81. Helgi Freyr Margeirsson lék í 34 mínútur í leiknum og skoraði 8 stig. 

BC Boncourt (7-7) heldur sínu striki í svissnesku úrvalsdeildinni og sigraði Geneva Devils sem er í fjórða sæti 85-70 á heimavelli í gær. Boncourt er í sjöunda sæti deildarinnar. Helgi Már skoraði 2 stig í leiknum. 

Sporting Athens (13-3) heldur sigurgöngu sinni áfram og í gær sigraði liðið Dafni á heimavelli þar sem liðið er ósigrað, 86-84. Darrel Lewis skoraði 18 stig fyrir Sporting auk þess að taka 8 fráköst. 

Að lokum lá Glostrup, sem Kevin Grandberg þjálfar og leikur með, enn einu sinni, nú fyrir Skjold Stevensgade á útivelli 79-90. Glostrup er sem fyrr á botni 1. deildarinnar dönsku og hefur aðeins unnið einn leik en það var einmitt gegn Skjold Stevensgade þann 14. október. 

[email protected] 

Mynd: www.acb.com

Fréttir
- Auglýsing -