spot_img
HomeFréttirMolar að utan: Logi og Jakob í erfiðri stöðu

Molar að utan: Logi og Jakob í erfiðri stöðu

7:41

{mosimage}

Logi Gunnarsson og félagar í Gijon töpuðu öðrum leik sínum gegn Aguas de Valencia 68-72. Þar með fara þeir til Valencia, þar sem næstu tveir leikir verða spilaðir, með stöðuna 1-1. Gijon þarf því nauðsynlega að stela í það minnsta einum sigri í Valencia.

 

Logi Gunnarsson lék í 18 mínútur og skoraði 3 stig. Gestiberica Vigo er komið upp að vegg í sínu einvígi gegn Huesca, liðin léku sinn annan leik í Huesca um helgina og sigraði Huesca 88-63 og leiðir því 2-0 þegar liðin fara til Vigo þar sem næstu tveir leikir verða leiknir, fari svo að Vigo vinni leik.Jakob Örn Sigurðarson skoraði 4 stig á 16 mínútum. Sporting Athens (22-6) er nú öruggt með sæti í grísku úrvalsdeildinni að ári. Liðið sigraði Ionikos Lamais á útivelli 95-87 um helgina og hefur nú þriggja stiga forystu í A2 deildinni, en í Grikklandi er gefið eitt stig fyrir tap og tvö fyrir sigur og aðeins eru tvær umferðir eftir.

Darrel Lewis skoraði 13 stig.

[email protected]

Mynd: karfan.is

Fréttir
- Auglýsing -