spot_img
HomeFréttirMolar að utan: Jón Arnór með sigurkörfuna

Molar að utan: Jón Arnór með sigurkörfuna

10:29

{mosimage}

Jón Arnór Stefánsson skoraði 4 stig þegar lið hans Lottomatica Roma (14-9) sigraði toppliðið Montepaschi Siena á heimavelli í gær 84-82 eftir framlengingu og var það Jón Arnór sem skoraði sigurkörfuna rétt áður en lokaflautið gall. Roma komst með sigrinum í 5. sæti deildarinnar.

Gestiberica Vigo (8-20) er aðeins að rétta úr kútnum nú þegar farið er að síga á seinni hluta tímabilsins. Um helgina tóku þeir á móti Calpe-Agus de Calpe og sigruðu 57-56. Jakob Örn Sigurðarson var í byrjunarliðið Vigo og skoraði 4 stig og tók 6 fráköst.

Pavel Ermolinskij var stigahæstur Axarquia (13-14) manna með 11 stig þegar liðið tapaði fyrir Provincia de Palencia á heimavelli um helgina, 67-73.

Damon Johnson og félagar í L’Hospitalet (14-14) steinlágu á útivelli gegn Melilla Baloncesto 63-89. Damon skoraði 8 stig og tók 4 fráköst.

BC Boncourt (11-8) heldur sínu striki í svissnesku úrvalsdeildinni og um helgina sigraði liðið Vevey Riviera Basket á útivelli 75-64 og er því komið í 4. sæti deildarinnar. Því miður er tölfræði leiksins ekki komin á netið en þess má geta að aðaldómari leiksins var Aðalsteinn Hjartarson. 

[email protected]

 

Mynd: www.virtusroma.it

 

 

Fréttir
- Auglýsing -