spot_img
HomeFréttirMolar að utan: Jón Arnór með 7 stig í sigurleik

Molar að utan: Jón Arnór með 7 stig í sigurleik

20:16

{mosimage}

Jón Arnór Stefánsson skoraði 7 stig á 13 mínútum þegar lið hans Lottomatica Roma (12-9) sigraði VidiVici Bologna í dag á útivelli 78-77. Leikurinn var æsispennandi frá upphafi til enda og var mesti munur á liðunum 5 stig. Roma er í sjöunda sæti deildarinnar en Bologna situr áfram í öðru sæti.

Síðasta umferð dönsku úrvalsdeildarinnar fór fram í dag. Randers Cimbria (12-10) tók á móti toppliði Bakken bears og var nálægt því að leggja þá en leikur fóru að lokum þannig að Bakken vann 85-76 og þar með endar Randers í sjöunda sæti deildarinnar og mætir Svendborg í átta liða úrslitum. Helgi Freyr Margeirsson skoraði 5 stig í leiknum og gaf 3 stoðsendingar.

 

Kevin Grandberg og lærisveinar hans í Glostrup (1-17) áttu langa ferð fyrir höndum í dag en þeir heimsóttu Lemvig og töpuðu 101-80.

[email protected]

Mynd: www.virtusroma.it

Fréttir
- Auglýsing -