spot_img
HomeFréttirMolar að utan: Jón Arnór lék ekki með Valencia

Molar að utan: Jón Arnór lék ekki með Valencia

17:00 

{mosimage}

Valencia, lið Jóns Arnórs Stefánssonar, heimsótti Fuenlabrada í spænsku

úrvalsdeildinni í dag og sigruðu heimamenn 78-60. Jón Arnór lék ekki með Valencia en hann meiddist um síðustu helgi og er talið að hann verði frá í um 3 vikur.

 

Damon Johnson skoraði 3 stig þegar lið hans L'Hospitalet tók á móti Basket Cai

Zaragoza í spænsku 1. deildinni. Heimamenn töpuðu 73-82.

 

Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði 5 stig fyrir Dunas Hotels Gran Canaria þegar liðið

tapaði á útivelli fyrir Real Canoe Natación Club, 72-94, í spænsku þriðju deildinni.

 

Basket-Club Boncourt, lið Helga Más Magnússonar, tapaði sínum þriðja leik í

svissnesku Úrvalsdeildinni, 66-77. Því miður hefur ekki borist tölfræði úr leiknum.

 

Fréttir
- Auglýsing -