spot_img
HomeFréttirMolar að utan: Jakob með 21 stig

Molar að utan: Jakob með 21 stig

6:07

{mosimage}

Jakob Örn Sigurðarson átti mjög góðan leik í gærkvöldi þegar lið hans Gestiberica Vigo (9-21) tók á móti toppliði Ciudad de Laguna Canarias og tapaði 75-80. Jakob skoraði 21 stig í leiknum, hitti m.a. úr 5 af 9 þriggja stiga skotum sínum auk þess sem hann tók 4 fráköst. Axarquia (14-16) tók á móti WTC Cornella í gær og tapaði 80-91. Pavel Ermolinskij átti ágætan leik og skoraði 14 stig og hirti 4 fráköst. 

Damon Johnson skoraði 32 stig í tapi L’Hospitalet (15-15) fyrir Leche Rio Breogan 89-92 á útivelli í LEB deildinni í gær.

[email protected]

 Mynd: www.ciudadvigobasquet.com   

Fréttir
- Auglýsing -