21:31
{mosimage}
Lottomatica Roma (22-11) sigraði Air Avellino auðveldlega í kvöld á heimavelli 87-64 eftir að hafa leitt með 1 stigi í hálfleik. Jón Arnór Stefánsson lék í 20 mínútur í leiknum og skoraði 8 stig auk þess að gefa 3 stoðsendingar.
Roma er sem fyrr í öðru sæti og einungis ein umferð eftir að deildarkeppninni. Í síðustu umferð mætir liðið Armani Jeans Milano en þeir eru einmitt í þriðja sæti. Með tapi getur Roma fallið niður í fjórða sæti.
Jakob Örn Sigurðarson og félagar í Vigo halda enn í vonina um að halda sér í LEB2 deildinni en í kvöld sigruðu þeir Huesca í þriðja leik liðanna 76-65. Jakob átti fínan leik og skoraði 11 stig og tók 3 fráköst á 32 mínútum. Huesca leiðir nú 2-1 og verður næsti leikur leikinn í Vigo á föstudag.
Helgi Már Magnússon lauk tímabilinu í Sviss í vetur í kvöld þegar lið hans BC Boncourt tapaði á heimavelli gegn Benetton Fribourg 58-75 og þar með einvíginu 1-3. Helgi átti mjög góðan leik og skoraði 13 stig, tók 5 fráköst, gaf 4 stoðsendingar og stal 4 boltum.
Framundan hjá Helga er því æfingar með landsliðinu og svo Smáþjóðaleikar í Monakó í júní.
Mynd: www.virtusroma.it