spot_img
HomeFréttirMolar að utan: Helgi Már með 18 stig

Molar að utan: Helgi Már með 18 stig

19:47

{mosimage} 

Helgi Már Magnússon

Helgi Már Magnússon átti mjög góðan leik í lokaumferð svissnesku úrvalsdeildarinnar þegar BC Boncourt (12-8) tók á móti Meyrin Grand-Saconnex og sigraði 101-89. Helgi hafði hægt um sig í fyrri hálfleik og skoraði 2 stig en í þeim seinni skoraði hann 16 og endaði því leikinn með 18 stig. Liðið endar því í fjórða sæti deildarinnar en nú hefst úrslitakeppni þar sem 5 efstu liðin sitja hjá í fyrstu umferð á meðan lið 6 til 11 leika um 3 sæti í 8 liða úrslitum.

Jakob Örn Sigurðarson átti góðan leik fyrir Gestiberica Vigo (9-20) sem sigraði Plasencia-Galco á útivelli um helgina 91-77. Jakob var í byrjunarliði Vigo og skoraði 13 stig. 

{mosimage}

Jakob Örn Sigurðarson 

Axarquia (14-14) sótti varalið Real Madrid heim í gær og fór með sigur af hólmi 85-79. Pavel Ermolinskij skoraði 4 stig á 34 mínútum fyrir liðið.  

L’Hospitalet (15-14) sigraði Alerta Cantabaria 63-58 í gær í spænsku LEB deildinni. Damon Johnson skoraði 4 stig og tók 6 fráköst. 

Lokaumferðin í finnsku úrvalsdeildinni fór fram um helgina og sigraði ToPo Helsinki (27-17) lið KTP Basket 85-57 og endar því í 4. sæti og mætir Namika Lahti í 8 liða úrslitum. Logi Gunnarsson skoraði 10 stig og tók 8 fráköst. 

Darrel Lewis var stigahæstur hjá Sporting Athens (17-6) sem sigraði Ilisiakos á heimavelli 84-79 um helgina. Darrel skoraði 25 stig en Sporting er enn sem fyrr í efsta sæti grísku A2 deildarinnar. 

Chemnitz 99 (17-8) heimsótti Heidelberg um helgina í 2. Bundesliga og beið lægri hlut 88-101. Mirko Virijevic skoraði 5 stig og tók 4 fráköst. 

Kevin Grandberg og félagar í Glostrup (2-19) heimsóttu Odense í næstsíðustu umferð dönsku 1. deildarinnar í dag og voru grátt leiknir. Heimamenn sigruðu 94-67.

[email protected]

Efri mynd: Bluewin

Neðri mynd: Heimasíða Gesteberica Vigo

Fréttir
- Auglýsing -