spot_img
HomeFréttirMolar að utan: Helgi Már kominn í undanúrslit

Molar að utan: Helgi Már kominn í undanúrslit

7:38

{mosimage}

Helgi Már Magnússon og félagar í BC Boncourt tryggðu sér örugglega sæti í undanúrslitum svissnesku úrvalsdeildarinnar með sigri á BBC Monthey á heimavelli í gær 77-60. Liðið mætir því Benetton Fribourg í undanúrslitum en þeir hafa haft nokkra yfirburði í Sviss í vetur. Helgi Már átti góðan leik og skoraði 16 stig.

{mosimage} 

Þá komst Lottomatica Roma (20-11) aftur á sigurbraut í gær með sigri á Whirlpool Varese 82-81 og skoraði Jón Arnór síðustu stig Roma úr vítum á lokamínútunni og kom liðinu í 82-78. Jón Arnór spilaði í 14 mínútur og skoraði 7 stig.

[email protected]

Mynd af Helga: Bluewin

Mynd af Jóni Arnóri: www.virtusroma.it

Fréttir
- Auglýsing -