spot_img
HomeFréttirMolar að utan: Helgi Freyr stigahæstur

Molar að utan: Helgi Freyr stigahæstur

10:48

{mosimage}

Randers Cimbria lék sinn fyrsta leik í úrslitakeppninni í gær þegar liði heimsótti Svendborg Rabbits og tapaði 78-87. Randers lék afleitlega fyrstu þrjá leikhluta og var 31 stig undir að þeim loknum en sigruðu þann síðasta 31-9. Helgi Freyr Margeirsson var stigahæstur Randersmanna með 15 stig. Annar leikur liðanna fer fram 13. mars.

ToPo Helsinki (24-16) er á góðu skriði þessa dagana og í gær tóku þeir á móti Team Componenta og sigraði 86-77. Logi Gunnarsson lék í rúmar 22 mínútur og skoraði 10 stig, hitti úr 3 af 6 þriggja stiga skotum sínum.

Eftir góða sigra að undanförnu kom að tapi hjá BC Boncourt (10-8) í svissnesku úrvalsdeildinni í gær. Liðið heimsótti Sion Hérens Basket og tapaði 59-67. Tölfræði leiksins er ekki komin á netið.

 

Sporting Athens (16-5) virðist vera að gefa aðeins eftir í grísku A2 deildinni því þeir töpuðu sínum öðrum leik í röð í gær þegar liðið tók á móti I.C.B.S. og fóru leikar 80-86. Þeir halda þó enn toppsætinu. Darrel Lewis skoraði 16 stig.

 

Vonir Chemnitz 99 (16-7) um að komast í 1. Bundesliga á næsta ári virðast vera að hverfa og eru þeir nú komnir í 5. sætið. Í gær tók liðið á móti TSV Breitengussbach og tapaði 94-102 í leik þar sem gestirnir leiddu allan leikinn en heimamenn voru aldrei langt undan. Mirko Virijevic skoraði 12 stig og tók 6 fráköst í leiknum.

Glostrup sem Kevin Grandberg leikur með og þjálfar gerði sér lítið fyrir og vann sinn annan sigur í dönsku 1. deildinni í gær en liðið hafði ekki sigrað síðan 14. október. Mótherjar þeirra á heimavelli í gær voru Værløse og fóru leikar 90-82 þar sem heimamenn áttu einstaklega góðan leik í þriðja leikhluta.

[email protected]

Mynd: karfan.is

Fréttir
- Auglýsing -