spot_img
HomeFréttirMolar að utan: Boncourt komið 1-0 undir

Molar að utan: Boncourt komið 1-0 undir

8:53

{mosimage}

Helgi Már Magnússon og félagar í BC Boncourt léku sinn fyrsta leik í undanúrslitum svissnesku úrvalsdeildarinnar um helgina. Liðið heimsótti Benetton Fribourg og sigruðu heimamenn 82-68 og ljóst að á brattann verður að sækja fyrir Boncourt í þessu einvígi.

Helgi Már skoraði 12 stig í leiknum en þess má geta að einn dómara leiksins var Aðalsteinn Hjartarson.

 

 

Lottomatica Roma (21-11) er greinilega komið á skrið aftur og um helgina sigraði liðið Siviglia Wear Teramo 78-75 á útivelli og heldur öðru sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar. Jón Arnór lék í 10 mínútur í leiknum en komst ekki á blað. 

Sporting Athens (21-6) eru á góðri leið með að tryggja sér sigur í grísku A2 deildinni. Um helgina sigraði liðiðAGO Rethymnou 80-67 og eru með þriggja stiga forystu í fyrsta sætinu. Darrel Lewis skoraði 13 stig. 

Lokaumferðin í þýsku 2. deildinni fór fram um helgina. Chemnitz 99 (19-11) sigraði TV 1862 Langen 91-77 á heimavelli og lýkur keppni í 5. sæti deildarinnar. Mirko Virijevic skoraði 5 stig í leiknum og tók 5 fráköst.

 

[email protected]

Mynd: www.virtusroma.it

 

Fréttir
- Auglýsing -