Möguleikar Unicaja Malaga að tryggja sig í 8 liða úrslit Euroleague dvína með hverjum leiknum. Malaga náði sigri í síðustu umferð en hafa annars tapað öllu hinum 6 leikjunum í sínum riðli fram að þessu. Í gær voru það Laboral Kutxa sem eru í 7. sæti ACB deildarinnar á Spáni sem urðu Malaga mönnum að falli. 79:74 varð loka niðurstaða leiksins og okkar maður Jón Arnór Stefánsson með 5 stig á 12 mínútum.
Unicaja eru sem stendur í 7-8. sæti F riðils. Riðlakeppnin er vissulega bara hálfnuð en útlitið lítur alls ekki vel út fyrir þá Malagamenn. Fjögur efstu liðin í riðlinum fara í útsláttarkeppni þegar riðlinum líkur og svo eru Final Four leikinn í Madrid þetta árið.



