spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2023Möguleikar Íslands á að tryggja sig á lokamót EuroBasket 2023

Möguleikar Íslands á að tryggja sig á lokamót EuroBasket 2023

Ísland leikur tvo síðustu leiki sína í undankeppni EuroBasket 2023 nú í byrjun febrúar, en þann 9. febrúar mætir liðið Ungverjalandi ytra áður en liðið ferðast heim til að mæta Spáni í Laugardalshöll þann 12. febrúar.

https://www.karfan.is/2023/01/midasala-hafin-a-leik-islands-og-spanar/

Fyrir leikinn er Ísland í þriðja sæti riðils síns, en aðeins efstu tvö lið hans komast áfram á lokamótið. Segja má að Ísland hafi nánast tryggt sér þetta þriðja sæti með sigri í seinni leik sínum gegn Rúmeníu (sem er í fjórða sætinu) heima í síðasta glugga keppninnar, en þrátt fyrir að hafa tapað leiknum gegn þeim úti í Rúmeníu, náði liðið að tryggja sér innbyrðisviðureignina með því að vinna heimaleikinn með meiri stigamun.

Fyrir þennan síðasta glugga keppninnar hefur aðeins eitt lið, Spánn, tryggt sig áfram á lokamótið, en þær hafa unnið alla fjóra leiki sína til þessa í keppninni. Ungverjaland er svo í öðru sætinu, ekki búnar að tryggja sig áfram, aðeins búnar að tapa fyrir Spáni, með tvo sigra og tvö töp það sem af er keppni.

Til þess að tryggja sig áfram úr riðlinum þarf Ísland því alveg örugglega að vinna leikinn gegn Ungverjalandi í seinni leik gluggans og helst einnig að vona að þær misstígi sig gegn Rúmeníu í hinum leik sínum. Þetta verður þó að teljast alvöru brekka fyrir íslenska liðið, sem mátti þola 57 stiga tap í heimaleik sínum gegn Ungverjalandi í öðrum leik keppninnar þann 14. nóvember 2021.

Mótherjar Íslands í þessum síðasta glugga keppninnar eru báðir gífurlega sterkir samkvæmt Evrópulista FIBA. Þar sem að Spánn er talið langbesta lið Evrópu og Ungverjaland er í 17. sætinu. Rúmenía er svo einnig nokkuð fyrir ofan, eða átta sætum fyrir ofan Ísland í 23. sætinu.

Staða á Evrópulista FIBA:

#1 Spánn

#17 Ungverjaland

#23 Rúmenía

#31 Ísland

Landsleikurinn gegn Spáni hefst kl. 19:45 þann 12. febrúar í Höllinni og er miðasala hafin í gegnum Stubb.

Hérna er heimasíða keppninnar

Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil

Fréttir
- Auglýsing -