spot_img
HomeFréttirMögnuð endurkoma Íslands í sigri á Noregi

Mögnuð endurkoma Íslands í sigri á Noregi

 

Undir 18 ára lið stúlkna sigraði Noreg með níu stigum 53-62 eftir magnaða endurkomu, í lokaleik sínum á Norðurlandamótinu í Finnlandi. Liðið endar þar með í fjórða sæti keppninnar með tvo sigra.

 

Gangur leiksins:

 

Fyrri hálfleikur var framhald af leik liðsins í gær. Ekkert Malt var í liðinu og varð það til þess að Ísland átti ekki roð í Noreg í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik var 36-20 fyrir Noregi.

 

Íslenska liðið var staðráðið í að gera betur í seinni hálfleik en gekk brösuglega að minnka muninn í þriðja leikhluta. Fjórði hálfleikur var algjörlega magnaður að hálfu Íslands, liðið vann fjórða leikhluta 29-5 og fullkomnuðu endurkomu sína með níu stiga sigri 53-62.

 

Tölfræðin lýgur ekki:

 

Noregur tók 16 sóknarfráköst í fyrri hálfleik en einungis þrjú í þeim seinni á meðan Ísland tók tíu slík í seinni. Ísland er með tíu þriggja stiga körfur í leiknum gegn fimm hjá Noregi. Norsarar töpuðu 26 boltum en Ísland tólf.

 

Hetjan:

 

Sigrún Björg Ólafsdóttir átti alveg geggjaðan leik í dag. Hún endaði með 14 stig, 6, fráköst, 4 stoðsendingar og 4 stolna bolta í leiknum. Þá setti hún þrjár þriggja stiga körfur á stuttum tíma í fjórða leikhluta sem kom Íslandi yfir.

 

 

Tölfræði leiksins

 

Myndasafn

 

Viðtöl:

Fréttir
- Auglýsing -