spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaMjög spennt að tilheyra körfuboltasamfélagi Tindastóls á nýjan leik

Mjög spennt að tilheyra körfuboltasamfélagi Tindastóls á nýjan leik

Tindastóll hefur samið við Madison Sutton fyrir komandi tímabil í Bónus deild kvenna.

Madison kemur til Tindastóls frá Stjörnunni, sem hún samdi við núna í vor, en hafði ekki enn leikið fyrir. Síðustu tímabil hefur hún verið á mála hjá Þór Akureyri. Þá ættu stuðningsmenn Tindastóls að kannast við hana, þar sem hún lék fyrir liðið tímabilið 2021-22. Maddie segist spennt að snúa til baka í tilkynningu með félagaskiptunum „Ég er mjög spennt að tilheyra körfuboltasamfélagi Tindastóls á nýjan leik. Ég hlakka mikið til að skapa eitthvað sérstakt þetta tímabil, með stelpunum, þjálfararteyminu og félaginu öllu“

Martin þjálfari segir gott að fá Maddie tilbaka, „Hún þekkir bæinn vel og bærinn þekkir hana, og hún er þekkt í deildinni. Hún er vinnuþjarkur sem færir liði sínu mikla orku. Hún er einstakur frákastari á báðum endum vallarins og hún getur skorað á fjölbreyttan hátt. Við erum afar glöð að fá hana tilbaka í Tindastól“

Fréttir
- Auglýsing -