13:21:32
Sam Mitchell, þjálfari Toronto Raptors var rekinn úr starfi í gær. Mitchell, sem var valinn þjálfari ársins 2007, hafði ekki náð því sem ætlast var til úr liði Toronto sem er með feiknafínan mannskap, en hefur ekki náð ásættanlegum hæðum miðað við það.
Mitchell var talinn valtur í sessi, en risatapið gegn Denver Nuggets í fyrrinótt var síðasta hálmstráið.
Jay Triano, aðstoðarþjálfari Mitchells, hefur tekið við stjórn liðsins tímabundið.
Bryan Colangelo, framkvæmdastjóri Raptors, hrósaði Mitchell fyrri starf hans með liðið síðustu fjögur ár og með það hvernig hann tók við uppsögninni, en Colangelo sagði að það væri augljóst að liðið þyrfti nýja rödd.
“Erum við að fá eins mikið og við getum út úr liðinu í hverjum leik?” spurði Colangelo. “Það er það sem við ætlum að komast að.”
Heimild: Yahoo! Sports
ÞJ



