spot_img
HomeFréttirMissouri Smokeshow sigurvegarar á jólamóti Molduxa

Missouri Smokeshow sigurvegarar á jólamóti Molduxa

Molduxar héldu sitt árlega jólamót á öðrum degi jóla í Síkinu á Sauðárkróki. Mótið var vel sótt þetta árið, 18 lið tóku þátt, en Missouri Smokeshow, lið Pálma Þórssonar, stóð uppi sem sigurvegari mótsins eftir úrslitaleik gegn Smára í Varmahlíð.

Jólamótið hefur átt fastan sess í jólastemningu Skagfirðinga í áraraðir og margir brottflognir sem nýta þennan vettvang til að sýna sig og sjá aðra en þetta telst vera 30. Jólamótið. Mótið er einnig fjáröflun fyrir Tindastól þar sem allur ágóði af mótinu rennur til körfuknattleiksdeildar Tindastóls. Leikmenn meistaraflokka félagsins sjá um dómgæslu og barna- og unglingaráð sér um ritaraborðin.

Við mótssetningu var Samfélagsviðurkenning Molduxa veitt í 7. sinn og kom í hlut Karls Lúðvíkssonar í Varmahlíð en hann hefur verið öflugur í hvers kyns starfi fyrir sitt samfélag á sviði almenningsíþrótta og sjálfboðaliðsstarfa, ekki síst í þágu fatlaðra.

Fréttir
- Auglýsing -