spot_img
HomeFréttirMiskolc úr leik í ungverska bikarnum

Miskolc úr leik í ungverska bikarnum

Landsliðskonan Helena Sverrisdóttir og Miskolc eru úr leik í ungverska bikarnum eftir tap gegn Sopron í 8-liða úrslitum síðastliðinn föstudag. Lokatölur voru 61-74 fyrir Sopron þar sem Helena var með 14 stig og 10 fráköst. Helena vildi nú ekki meina að þrátt fyrir að Miskolc væri úr leik væri ekki um neitt „upset“ að ræða.
 
 
„Nei nei, við erum efstar í deildinni en drógumst gegn Sopron sem hefur verið besta liðið hérna í Ungverjalandi í mörg ár. Þær spila í meistaradeildinni (Euroleague) og eru með flottan hóp. Við unnum þær í deildinni seinast en áttum ekki nógu góðan leik sem lið síðastliðinn föstudag og töpuðum því,“ sagði Helena en nú styttist í úrslitakeppnina í Ungverjalandi. Þar fara átta efstu lið deildarinnar áfram, vinna þarf tvo leiki til að komast áfram en í úrslitum þarf að vinna þrjá leiki.
 
„Topp 5 liðin hérna eru rosalega sterk lið, þau spila öll í Euroleague eða Eurocup og því verður þetta hörku barátta. Við erum ennþá að finna okkur eftir að við fengum nýjan þjálfara um jólin en vonandi smellur þetta allt saman þegar úrslitakeppnin hefst.“
  
Fréttir
- Auglýsing -