spot_img
HomeFréttirMirko opnar bar í Belgrad

Mirko opnar bar í Belgrad

Mirko Stefán Virijevic stefnir að því að opna Sport-bar í Belgrad, höfuðborg Serbíu í næstu viku og af þeim sökum er óvíst hvernig framhaldið verður hjá kappanum. Mirko fór með Njarðvíkingum alla leið í oddaleik gegn KR á nýloknu tímabili en er nú farinn að huga að öðru.

„Við skulum sjá hvernig þetta mun ganga en varðandi körfuboltann þá tek ég mína ákvörðun á næstu tveimur mánuðum. Kannski segi ég þetta gott eða tek eitt ár í viðbót,“ sagði Mirko en hvað Sport-barinn varðar sagði hann:

„Hugmyndin er að hvetja fólk til að taka góðar ákvarðanir í s.b.v. næringu sína en barinn mun m.a. bjóða upp á heilsudrykki og að sjálfsögðu mun fólk mæta þangað til að horfa á vinsæla íþróttaviðburði í beinni,“ sagði Mirko.

Kappinn kvaðst einnig þakklátur í garð Njarðvíkinga fyrir frábært tímabil. „Þetta var gott tímabil en vissulega mikil vonbrigði að enda það eins og við gerðum, við vorum svo nærri úrslitunum.“

Það mun því skýrast á næstu mánuðum hvernig framhaldið hjá Mirko verður, tekur hann eitt tímabil í viðbót eða hellir hann sér alfarið út í veitingahúsareksturinn í Belgrad.

Mynd/ Bára Dröfn

Fréttir
- Auglýsing -