spot_img
HomeFréttirMirko og Jóhann í sömu deild í vetur

Mirko og Jóhann í sömu deild í vetur

8:33

{mosimage}

Mirko Virijevic sem á árum áður lék á Íslandi en hefur leikið undanfarin ár í Þýskalandi hefur skipt um félag í Þýskalandi og mun leika með Renesas Landshut í Pro B (C deild) á komandi tímabili.

Mirko sagði í samtali við karfan.is að eftir að Bayern Munchen komst í Pro A (B deild) hafi liðið getað samið við 6 bandaríska leikmenn og hann hafi ekki séð fram á margar mínútur. Landshut hafi viljað fá hann og þar mun hann fara með lykilhlutverk, auk þess þekkir hann þjálfarann, svo hann veit að hverju hann gengur. Bærinn er mikill körfuboltabær, 65 km frá Munchen og eru miklar væntingar í bænum fyrir tímabilinu en liðið sigraði nýlega austurríkskt úrvalsdeildarlið í æfingaleik.

Mirko mun því leika í sömu deild og Jóhann Árni Ólafsson og verður fróðlegt að fylgjast með þeim í vetur.

[email protected]

Mynd: Mirko Virijevic

Fréttir
- Auglýsing -