spot_img
HomeFréttirMinnsta stigaskor Keflavíkur á heimavelli þetta tímabilið

Minnsta stigaskor Keflavíkur á heimavelli þetta tímabilið

Valskonur tóku í gærkvöldi 1-0 forystu í undanúrslitum Domino´s deildar kvenna er liðið lagði deildar- og bikarmeistara Keflavíkur 54-64. Þetta var minnsta stigaskor Keflvíkinga á heimavelli í Íslandsmótinu þetta tímabilið.
 
Í janúar tapaði Keflavík á heimavelli í deildinni gegn Haukum og skoruðu þá 61 stig sem var það minnsta hjá þeim í Toyota-höllinni þangað til í gær. Pálína Gunnlaugsdóttir virtist vera eini Keflvíkingurinn sem stóð undir nafni með 21 stig, 6 fráköst og 4 stoðsendingar.
 
Nýting heimakvenna var víðsfjarri því sem þær eiga að þekkja á heimavelli, 39% í teignum, 13% í þriggja stiga og 64% í vítum. Í 14 deildarleikjum í Toyota-höllinni á tímabilinu var Keflavík að jafnaði með 41% nýtingu í teignum, 30,3% þriggja stiga nýtingu og 75,9% vítanýtingu.
 
  
Fréttir
- Auglýsing -