spot_img
HomeFréttirMinni bolti drengja 10 ára: Úrslit um helgina

Minni bolti drengja 10 ára: Úrslit um helgina

15:00

{mosimage}

KR-ingar hafa leikið vel í MB 10 í vetur.

Um helgina verða úrslit í 10 ára flokk minnibolta drengja (fæddir 1997 og síðar). Mótið verður í DHL-höllinni í Vesturbænum. Í vetur var leikið í þremur riðlum í þessum flokki og mættu 14 lið til leiks. Í úrslitunum verða UMFN, Grindavík, Keflavík, Valur og KR.

Sjö lið hafa leikið í a-riðli í vetur. KR hefur unnið 11 leiki og tapað einum, UMFG er með 7 sigra og 5 töp, UMFN er með 5 sigra og 3 töp og Valur er með 2 sigra og 2 töp. Auk þess hafa Fjölnir, Stjarnan og Haukar leikið í a-riðli, en þessi lið töpuðu fleiri leikjum en þau unnu.

Þótt KR hafi leikið best í vetur er ekki sjálfgefið að þeir vinni lokamótið. Þeir hafa átt í basli með gott lið Grindavíkur. Þrír leikir þessara liða hafa verið mjög spennandi í vetur og hefur KR unnið þá samals með 8 stigum. Auk þess hafa lið Vals og UMFN verið að koma sterk inn að undanförnu. Lið Keflavíkur er óskrifað blað þar sem þeir hafa falið sig í b-riðli í vetur. Það stefnir því að allt í mjög spennandi keppni í lokamótinu og a.m.k. fjögur lið eiga góða möguleika á því lenda titli á sunnudaginn.

Það eru nokkrir hlutir sem einkenna bestu liðin í þessum aldursflokki. Þau eru með góða og reynda þjálfara. Margir leikmenn þessara liða eru búnir að æfa og leika körfuknattleik síðan þeir voru 4-6 ára og eru komnir með mjög mikla boltatækni og mikla leikreynslu. Karfan.is hvetur körfuknattleiksáhugamenn til að mæta í DHL-höllina um helgina og sjá þessa ungu leikmenn leika okkar ágætu íþrótt. 

Leikjaniðurröðunin er þessi: 

Lau. 5.apr.2008 13.00 DHL-Höllin UMFN – Keflavík    
Lau. 5.apr.2008 14.00 DHL-Höllin KR – Grindavík    
Lau. 5.apr.2008 15.00 DHL-Höllin Valur – Keflavík    
Lau. 5.apr.2008 16.00 DHL-Höllin UMFN – Grindavík    
Lau. 5.apr.2008 17.00 DHL-Höllin KR – Valur    
 
Sun. 6.apr.2008 9.00 DHL-Höllin Grindavík – Keflavík    
Sun. 6.apr.2008 10.00 DHL-Höllin UMFN – Valur    
Sun. 6.apr.2008 11.00 DHL-Höllin KR – Keflavík    
Sun. 6.apr.2008 12.00 DHL-Höllin Valur – Grindavík    
Sun. 6.apr.2008 13.00 DHL-Höllin KR – UMFN    

 

Myndin er tekin af heimasíðu KR

Fréttir
- Auglýsing -