spot_img
HomeFréttirMinnesota Timberwolves - Loksins fullorðnir?

Minnesota Timberwolves – Loksins fullorðnir?

Þessi spá er hluti af spá Karfan.is fyrir NBA tímabilið 2017-2018.

 

Minnesota Timberwolves

 

Heimavöllur: Target Center

Þjálfari: Tom Thibodeau

 

Helstu komur: Jimmy Butler, Jeff Teague, Taj Gibson.

Helstu brottfarir: Ricky Rubio, Kris Dunn, Zach LaVine .

 

 

Það er kominn meira en áratugur síðan að úlfarnir frá Minnesota hafa komist í úrslitakeppnina. Það hefur þó ekki stöðvað hina ýmsu spekúlanta frá því að spá því á hverju ári. Ég held að það sé komið að því. Jimmy Butler er mættur á svæðið og er besti leikmaður liðsins, þeir Butler og Thibodeau þekkjast frá Chicago Bulls og því ætti breytingin að vera ágætlega mjúk.

 

Styrkleikar liðsins liggja í frábæru byrjunarliði. Þeir Teague, Butler, Wiggins og Towns eru allir leikmenn af mjög háu kaliberi og hafa alla möguleika á því að verða mjög þéttir, Tom Thibodeau er þjálfari sem hefur sannað sig í fremstu röð og það er frábært fyrir ungu stjörnurnar að fylgjast með Jimmy Butler sem er frábær á báðum endum vallarins. Á bekknum eru svo flottir leikmenn og er breidd liðsins flott.

 

Veikleikarnir liggja sóknarlega, þá aðallega í því að skyttur liðsins eru ekki neitt sérstakar. Sérstaklega ekki í byrjunarliðinu, besti skotmaður liðsins fyrir utan þriggja stiga línuna er miðherji liðsins Karl Anthony Towns og þetta mun gera það að verkum að sóknarleikurinn mun hiksta. Ungu stjörnur liðsins eru svo afleitar varnarlega, bæði Towns og Wiggins munu þurfa að bæta sig mikið þar til þess að liðið verði samkeppnishæft.

 

 

Byrjunarlið í fyrsta leik:

Jeff Teague
Andrew Wiggins
Jimmu Butler
Taj Gibson
Karl Anthony Towns

 

 

Fylgstu með: Jimmy Butler. Hann var í liði á leiðinni ekkert í fyrra og það verður flott að fylgjast með honum í liði þar sem gerðar eru kröfur.

Gamlinginn: Jamal Crawford (37) mun aldrei breytast. Hann er einfaldlega hraðsókn af bekknum og mun halda áfram að krossa menn upp alveg fram á grafarbakkann.

 

 

Spáin: 50–32 – 7. sæti   

 

 

15. Phoenix Suns

14. Sacramento Kings

13. Dallas Mavericks

12. Los Angeles Lakers

11. New Orleans Pelicans

10. Utah Jazz

9. Los Angeles Clippers

8. Memphis Grizzlies

7. Portland Trailblazers

6. Denver Nuggets

5. Minnesota Timberwolves

4.

3.

2.

1.

Fréttir
- Auglýsing -