spot_img
HomeFréttirMing verður faðir í júlí

Ming verður faðir í júlí

 
Kínverski miðherjinn Yao Ming á von á sínu fyrsta barni með eiginkonu sinni Ye Li en gert er ráð fyrir að Ye Li fæði þetta fyrsta barn þeirra hjóna í júlí. Þessar fregnir staðfesti talsmaður Yao Ming í Kína, Zhang Chi, í samtali við Sina.com.
Ekki er vitað hvort barnið verði fætt í Bandaríkjunum eða í heimalandi foreldra sinna, Kína. Von er á efnilegum erfingja þar sem Ming sjálfur er tröllaukinn að vexti en það sem færri vita era ð Ye Li er fyrrum miðherji kínverska kvennalandsliðsins í körfuknattleik svo allar forsendur eru fyrir því að barn þeirra verði veglegur miðherji að vexti.
 
Þar sem bæði Ming og Li eru einbirni mega þau, samkvæmt nýrri kínverskri löggjöf, eignast tvö börn en það er nýtt ákvæði í ,,eitt barn á fjölskyldu” lögum kínverja.
 
Þrátt fyrir þessi gleðitíðindi hjá Yao Ming er staða á leikmannaferli hans heldur dapurlegri þar sem leikmaðurinn verður ekkert með Houston Rockets í vetur sökum meiðsla en síðustu ár hefur hann glímt við illvæg meiðsli.
 
Ljósmynd/ Yao Ming og Ye Li saman í Fuglshreiðrinu í Peking á Ólympíuleikunum sem fram fóru í Kína árið 2008.
 
Fréttir
- Auglýsing -