spot_img
HomeFréttirMing að nýju með Rockets

Ming að nýju með Rockets

14:26 

{mosimage}

 

 

Búist er við því að miðherjinn Yao Ming verði að nýju í leikmannahópi Houston Rockets þegar liðið mætir Cleveland Cavaliers í nótt. Ming hefur verið á sjúkralista síðan 23. desember er hann fótbrotnaði.

 

Ming var í gær úrskurðaður leikhæfur af læknum Rockets og settur á leikmannalistann en fyrir meiðslin var Ming að leika sinn besta bolta til þessa með 27 stig að meðaltali í leik og níu fráköst. Rockets verða fegnir að fá miðherjann sinn að nýju í hópinn en þeir hafa tapað síðustu þremur leikjum af fjórum.

 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -