spot_img
HomeFréttirMilwaukee nálgast næstu umferð

Milwaukee nálgast næstu umferð

Milwaukee vann Atlanta í nótt 87-91 í hörkuleik þar sem nýliðinn Brandon Jennings var með 25 stig fyrir gestina og Al Horford setti 25 fyrir heimamenn í Atlanta.
Þar með er Milwaukee komið í 2-3 í einvígi liðanna en fæstir bjuggust við þessu þegar farið var inn í úrslitakeppnina enda missti Milwaukee einn sterkasta leikmann sinn rétt fyrir úrslitin þegar Andrew Bogut meiddist.
 
Denver minnkaði muninn gegn Utah í 2-3 með flottum sigri í Pepsi Center 116-102. Carmelo Anthony var með 26 stig fyrir Denver og Deron Williams setti 34 stig fyrir Utah.
 
Í nótt eru San Antonio-Dallas og Portland-Phoenix.
 
Mynd: Brandon Jennings heldur áfram að fara á kostum og leiðir hann Milwaukee í úrslitakeppninni
Fréttir
- Auglýsing -