spot_img
HomeFréttirMilwaukee Bucks - Hvað gerir Giannis?

Milwaukee Bucks – Hvað gerir Giannis?

Þessi spá er hluti af spá Karfan.is fyrir NBA tímabilið 2017-2018.

 

Milwaukee Bucks

 

Heimavöllur: BMO Harris Bradley Center

Þjálfari: Jason Kidd

 

Helstu komur: Enginn

Helstu brottfarir: Michael Beasley

 

 

Milwaukee Bucks eru á mjög áhugaverðum stað í sinni tímalínu. Þeir eru orðnir nógu góðir til þess að vera augljóst úrslitakeppnislið en samt ekki alveg nógu sterkir til þess að fara lengra heldur en það. Það verður gaman að fylgjast með áframhaldandi risi hins stórskemmtilega Giannis Antetokounmpo.

 

Styrkleikar liðsins felast mestmegnis í fyrrnefndum Giannis, ásamt því að Khris Middleton er frábær leikmaður og einn sá alvanmetnasti í deildinni. Þessi tveir eru frábærir á báðum endum vallarins, bættu við rulluspilurum og fínum þjálfara og þetta er einfaldlega uppskrift af góðum grunni fyrir gott lið.

 

Veikleikar liðsins eru að þeim vantar betri skyttur, bakverðir liðsins eru af skornum skammti og eru einfaldlega meðalmenn. Liðið í heild er líka ágætt en ekkert mikið meira en það. Bucks liðið var númer 13 í sókn í fyrra og 17 í vörn, alger meðalmennska sem ég býst við að þeir verði enn fastir í.

 

 

Líklegt byrjunarlið í fyrsta leik:

Malcolm Brogdon
Khris Middleton
Giannis Antetokounmpo
Mirza Teletovic
Thon Maker

 

 

Fylgstu með: Giannis Antetokounmpo er einn alskemmtilegasti og besti leikmaður deildarinnar, reyndu að fylgjast ekki með.

Gamlinginn: Jason Terry (40). Þotan mun henda í nokkra þrista en mun sennilega ekki spila mikið í vetur.

 

 

Spáin: 44–38 – 5. sæti   

 

 

15. Chicago Bulls

14. Brooklyn Nets

13. New York Knicks

12. Orlando Magic

11. Atlanta Hawks

10. Indiana Pacers

9. Philadelphia 76ers

8. Detroit Pistons

7. Charlotte Hornets

6. Miami Heat

5. Milwaukee Bucks

4.

3.

2.

1.

Fréttir
- Auglýsing -