Í gærkvöldi lauk riðlakeppninni á Evrópumeistaramóti karla í körfuknattleik en mótið fer fram í Póllandi. Í gær voru það Ísraelar, Lettar, Bretar og Búlgarir sem máttu taka saman föggur sínar og halda heim á leið. Í dag er frí á EM en keppni í milliriðlum hefst á morgun.
Úrslit gærdagsins:
Makedónía 71-81 Króatía
Rússland 64-69 Frakkland
Spánn 90-84 Slóvenía
Póland 69-87 Tyrkland
Ísrael 80-106 Grikkland
Þýskaland 62-68 Lettland
Bretland 59-77 Serbía
Litháen 84-69 Búlgaría
Frakkar eru ósigraðir á mótinu en þeir fóru löngu leiðina í úrslit og léku um laust sæti gegn Belgum þar sem þeir töpuðu fyrsta leiknum. Þeir hafa heldur betur spýtt í lófana síðan þá og í gær lögðu Frakkar Rússa að velli 69-64. Boris Diaw var stigahæstur í liði Frakka með 19 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar.
Milliriðlarnir skiptast svo á EM:
E-riðill
Grikkland
Frakkland
Króatía
Þýskaland
Rússland
Makedónía
F-riðill
Tyrkland
Slóvenía
Serbía
Spánn
Póland
Litháen



