Nú er búið að græja milliriðlana í FIBA Europe Cup þar sem Boras Basket með Jakob Örn Sigurðarson innanborðs og Nymburk með Hörð Axel Vilhjálmsson innan sinna raða komust áfram í milliriðla.
Israel Martin og Bakken Bears komust einnig áfram en hér að neðan má sjá milliriðlana sem kapparnir munu leika í á næstunni:
P – riðill
CEZ Basketball Nymburk
Antwerp Giants
BK Ventspils
Lukol Academic Sofia
Q – riðill
Boras Basket
Oostende
Ankara
WKS Slask Wroclaw
T-riðill
Bakken Bears
Belfius Mons-Hainaut
BC Khimkik Yuzhne
Juventus Utena
Mynd/ Framundan eru ferðalög til Belgíu, Tyrklands og Póllands hjá Jakobi Erni og Boras Basket.



