spot_img
HomeFréttirMiller yfirgefur Chicago

Miller yfirgefur Chicago

Miðherjinn Brad Miller er genginn til liðs við Houston frá Chicago. Miller gerði þriggja ára samning og þar með missir Chicago einn sterkasta leikmann sinn úr liðinu. Chicago vildi halda hinum fjölhæfa miðherja en hann valid Houston en Atlanta og Denver sýndu honum mikinn áhuga ásamt Boston.
Miller sem er 34 ára og hefur leikið í 12 ár í NBA, lengst af með Sacramento. Hann kom til Chicago frá Sacramento á miðju tímabili 2008-09.
 
Houston menn eru mjög ánægðir með tilkomu Millers og eykur hann breidd liðsins afar mikið. Þykir hann frábær varamaður fyrir Yao Ming sem mun að öllum líkinum spila næsta vetur en hann missti af öllu síðasta tímabili vegna meiðsla.
 
Ef bati Yao brestur og hann leikur ekki með í upphafi tímabils er ljóst að félagið er með mjög færan varamann.
 
Miller var sá leikmaður sem félagið vildi ná í sumar ásamt Chris Bosh, en allir vita hvar Bosh endaði.
 
Brad Miller tók þátt í öllum 82 leikjum Chicago á síðasta tímabili og var með 8.8 stig og 4.9 fráköst á þeim 24 mínútum sem hann lék. Hann spilaði einnig alla leiki liðsins í úrslitakeppninni.
 
Mynd: Brad Miller verður samherji Yao Ming á næsta tímabili.
 
Fréttir
- Auglýsing -