spot_img
HomeFréttirMílanóborg á iði þessa helgina

Mílanóborg á iði þessa helgina

Annað kvöld hefst úrslitahelgi Meistaradeildar Evrópu (Euroleague) en að þessu sinni fer hún fram í Mílanó á Ítalíu. Á meðal dagskrárliða í dag er verðlaunaafhending meistaradeildarinnar sem og blaðamannafundur fyrir stórleikina annað kvöld. Í undanúrslitum annað kvöld mætast fyrst CSKA Moskva og Maccabi Electra og að þeim leik loknum tekur við undanúrslitaviðureign FC Barcelona og Real Madrid!
 
 
Bronsleikurinn og sjálfur úrslitaleikurinn fer fram á sunnudag í Mílanó. Real Madrid hefur vart stigið feilspor á leiktíðinni og þykja líklegir til árangurs. Barcelona komst í undanúrslit með 3-0 sigri á Galatasary en Real Madrid fór 3-2 í gegnum Olympiacos. CSKA Moskva mætti Panathinaikos í 8-liða úrslitum og komst 3-2 í gegnum þá rimmu svo aldrei þessu vant eiga Grikkir ekki fulltrúa á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar. Það var svo Maccabi Electra frá Ísrael sem fór 3-1 í gegnum heimamenn í Mílan sem því rétt misstu af úrslitahelginni.
 
Mynd/ Rudy Fernandez og félagar í Real Madrid eru líklegir til árangurs í Mílanóborg um helgina.
 
 
Fréttir
- Auglýsing -