spot_img
HomeFréttirMilano síðasta liðið í undanúrslit: Unglingurinn leiddi lið sitt til sigurs

Milano síðasta liðið í undanúrslit: Unglingurinn leiddi lið sitt til sigurs

11:57

{mosimage}
(Danilo Gallinari spilaði vel í gærkvöldi)

Milano vann Montegranaro 61-78 í gærkvöldi í úrslitakeppninni í ítölsku deildinni og unnu Milanomenn einvígið 3-2. Eru þeir síðasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum. Hinn tvítugi Danilo Gallinari fór á kostum í liði Milano og var með 27 stig og 10 fráköst. Gallinari og félagar mæta meisturunum í Siena í undanúrslitum og í hinni undanúrslitaviðureigninni mætast Roma og Avellino.

Milano náði tveimur 8-0 köflum í öðrum leikhluta til að byggja upp forskot en þristar frá Money Thomas og Ricky Minard minnkaði muninn sem Milano var með og var munurinn því 10 stig í hálfleik 36-46.

Í þriðja leikhluta náði Montegranaro að minnka muninn í fjögur og fimm stig en nær komust þeir ekki. Milano skoraði átta stig gegn engu og juku muninn í yfir tíu stig og höfðu að lokum 17 stiga sigur.

Títtnefndur Gallinari var stigahæstur hjá Milano en þeir Dusan Vukcevic og Travis Watson bættu við 12 og 11 stigum fyrir sigurliðið.

Hjá Montegranaro var Sharrod Ford stigahæstur með 13 stig og 12 fráköst. Jobey Thomas var einnnig með 13 stig og Ricky Minard var með 12 stig.

Undanúrslitin hefjast á fimmtudag með leik Siena og Milano. Roma hefur leik á föstudagskvöld þegar þeir mæta Avellino.

[email protected]

Mynd: draftexpress.com

Fréttir
- Auglýsing -