spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaMiklar breytingar í Hveragerði

Miklar breytingar í Hveragerði

Lið Hamars í Subway deild karla hefur ráðið einn leikmann og sagt upp samningi sínum við tvo. Staðfestir þjálfari þeirra Halldór Karl Þórsson þetta í samtali við Körfuna fyrr í dag.

Félagið hefur sagt upp samningum sínum við Maurice Creek og Jose Medina, en í staðinn kemur fyrrum leikmaður Hauka Jalen Moore.

Jalen hafði það sem af var tímabili leikið sex leiki fyrir Hauka í Subway deildinni og skilað í þeim 27 stigum, 9 fráköstum og 8 stoðsendingum, en gengi liðsins hefur ekki verið sem skyldi, hafa tapað fjórum leikjum og unnið aðeins tvo.

Fréttir
- Auglýsing -