spot_img
HomeFréttirMiklar breytingar á spænska hópnum

Miklar breytingar á spænska hópnum

Búið er að gefa út 12 manna hóp Spánverja fyrir EM í Slóveníu í september. Í liðið vantar m.a. Pau Gasol og Serge Ibaka leikmenn L.A. Lakers og Oklahoma í NBA. Einnig er Juan Carlos Navarro ekki í hópnum vegna meiðsla.
Búið er að gefa út 12 manna hóp Spánverja fyrir EM í Slóveníu í september. Í liðið vantar m.a. Pau Gasol og Serge Ibaka leikmenn L.A. Lakers og Oklahoma í NBA. Einnig er Juan Carlos Navarro ekki í hópnum vegna meiðsla.
 
Athygli vakti að framherji Real Madrid Nikola Mirotic væri ekki í hópnum en þjálfari liðsins, Juan Orenga, sagði að hann hafi ekki gefið kost á sér. Mirotic, sem er fæddur í Svartfjallalandi, hefur leikið með yngri landsliðum Spánar og var valinn besti leikmaður deildarkeppni ACB deildarinnar s.l. vetur.
 
Serge Ibaka ákvað að taka sér hvíld eftir annasöm ár með Oklahoma og spænska landsliðinu en hann lék með Spáni á EM 2011 og ÓL 2012.
 
12 manna lið:
Jose Calderon (Detroit Pistons)
Ricky Rubio (MinnesotaTimberwolves)
Sergio Llull (Real Madrid)
Sergio Rodríguez (Real Madrid)
Rudy Fernandez (Real Madrid)
Alex Mumbru (Bilbao Basket)
Fernando San Emeterio (Laboral Kutxa)
Víctor Claver (Portland Trail Blazers)
Marc Gasol (Memphis Grizzlies)
German Gabriel (BilbaoBasket)
Xavi Rey (Gran Canaria 2014)
Pablo Aguilar (Valencia Basket)

Varamenn:
Xavi Rabaseda (FC Barcelona)
Nacho Martin (Blancos de Rueda)
Alberto Corbacho (Blusens Monbus)

 
Mynd: Spánn er búið að fagna sigri á síðustu tveimur Evrópumótum.
Fréttir
- Auglýsing -