spot_img
HomeFréttirMiklar breytingar á KFÍ: Borce verður með liðið

Miklar breytingar á KFÍ: Borce verður með liðið

06:00

{mosimage}
(Borce stjórnar Vestfirðingum á næsta tímabili)

Lið KFÍ kemur nokkuð breytt næsta ár. Fjórir af erlendu leikmönnum liðsins leika ekki með liðinu en það eru þeir Bojan Popovic, Riste Stojanov, Srdjan Bozic og Allen Sheppard. Pance Illievski verður áfram hjá liðinu ásamt þjálfaranum Borce Ilievski en það er mikil ánægja með störf hans hjá félaginu.

Ingólfur Þorleifsson, formaður KFÍ, sagði að töluverðar breytingar verði á liðinu á næsta ári en félagið hefur nú þegar gert samninga við 10 íslenska leikmenn. Einnig verður Borce Ilievski áfram með liðið og voru menn fyrir vestan ánægðir með hans framlag í vetur. Meistaraflokkur karla mun æfa til 15. maí en tekur svo frí og kemur aftur til æfinga í byrjun ágúst.

Ingólfur gaf það ekki upp hve margir erlendir leikmenn verða á næsti ári hjá KFÍ en sagði félagið vera að leita að bandarískum leikmanni.

[email protected]

Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -