spot_img
HomeFréttirMikilvægur útisigur hjá Benetton: Mæta Bologna í úrslitakeppninni

Mikilvægur útisigur hjá Benetton: Mæta Bologna í úrslitakeppninni

19:57
{mosimage}

(Jón Arnór gerði 2 stig fyrir Benetton í dag)

Benetton Treviso unnu í dag mikilvægan útisigur á La Fortezza Bologna 85-90. Jón Arnór Stefánsson var í byrjunarliðinu í dag og gerði 2 stig í leiknum á 10 mínútum ásamt því að gefa 1 stoðsendingu og taka 1 frákast.

Benetton Treviso lauk því leik í 4. sæti deildarinnar með 38 stig og munu einmitt mæta La Fortezza Bologna í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Fyrsti leikur Benetton og Bologna verður á heimavelli Benetteon þann 14. maí næstkomandi kl. 21:00 að staðartíma eða kl. 19:00 að íslenskum tíma.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -