spot_img
HomeFréttirMikilvægur sigur hjá KR í Frystikistunni

Mikilvægur sigur hjá KR í Frystikistunni

KR byrjuðu betur í Frystikistunni í Domino´s-deild kvenna í kvöld og hittu öllum sínum skotum ofaní í byrjun. Í stöðunni 4-16 tekur Hamar leikhlé en KR setur strax þrist í kjölfarið. 8-22 og 11-29 sést á töflunni áður en Hamarskonur skora 2 stig og 13-29 eftir 1. hluta.
 
 
Eitthvað hresstust heimakonur í öðrum og munurinn hélst 9-13 stig og í hálfleik var staðan 32-44 þar sem Björg og Bergþóra voru með 12 stig og Simone 13 fyrir KR en fyrir heimakonur var Þórunn með 13 og Sydnei 12 stig.
 
3. leikhluta skora liðin til skiptis og munurinn hélst sá sami, 50-62 eftir þriðja leikhlutann sem rann framhjá eins og vorlækur án vatnavaxta.
 
Heimakonur byrja með 3 stigum í 4.leihluta en KR konur svara með 6 stigum og 15 stiga munur sem var verðskuldaður og 2 stig á leið í vesturbæinn.
 
Svæðisvörn Hamars var ekki að virka og allan kraft og áræðni vantaði í Frystikistu-konur meðan gestirnir voru staðráðnar í að tryggja sér tilveru í efstu deild að ári. Lokastaðan 64-81 og sanngjarn og öruggur sigur KR. Atkvæðamestar KR kvenna voru Simone með 23, Björg 19 og Bergþóra 18 en Helga var nærri tvennunni með 9 stig og 20 fráköst. Hjá Hamri var Sydnei með 30 stig en Þórunn og Salbjörg næstar með 13 stig hvor.
  
 
Umfjöllun/ Anton Tómasson
Mynd úr safni/ Simone gerði 23 stig í liði KR í kvöld
Fréttir
- Auglýsing -