CCC Polkowice sigraði í mikilvægum leik í dag gegn liði Energa Torun í pólsku deildinni. 64:67 varð lokastaða leiksins en þarna voru Polkowice að spila á útivelli gegn liðinu í þrijða sæti deildarinnar. Helena byrjaði inná að venju og skoraði 14 stig á tæpum 27 mínútum og hrifsaði 3 fráköst að auki. Polkowice eru sem stendur í fjórða sæti deildarinnar með 29 stig og aðeins einum sigri frá einmitt Energa Torun sem eru sæti fyrir ofan. Sem fyrr eru það Wisla Kraków sem eru efstar, taplausar eftir 17 umferðir.



